Hönnun og framleiðsla

Hvað getum við gert fyrir þig?

Vantar þig veggspjöld, bæklinga, myndbönd, umbúðir eða annað kynningarefni?

N4 rekur öfluga framleiðsludeild þar sem áhersla er lögð á gæði, fagmennsku og útsjónarsemi við gerð markaðs- og kynningarefnis fyrir fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir. Við framleiðum lifandi auglýsingar í styttri og lengri útgáfum og fjölbreytt kynningarefni til markaðssetningar og einkanota. Þá sér framleiðsludeildin einnig um upptökur og beinar útsendingar í sjónvarpi og á netinu af viðburðum, fundum og ráðstefnum hvar sem er á landinu. Framleiðslustjóri er Jón Tómas Einarsson (nonni@n4.is)

N4 grafík leggur áherslu á faglega og skapandi grafíska hönnun. N4 grafík sér um hönnun og uppsetningu á auglýsingum fyrir sjónvarp, framleiðslu og dagskrá. Að auki tekur N4 grafík að sér ýmsa aðra grafíska hönnun, t.d. bæklinga, veggspjöld, boðskort, umbúðir, netauglýsingar og svo mætti lengi telja. N4 grafík veitir faglega ráðgjöf og leitar lausna með hag viðskiptavina í öndvegi. N4 grafík stýrir Ásta Rut Berg Björnsdóttir (asta@n4.is)

Sýnishorn

 

Svæði

 

N4

LINDUHÚSINU   |   HVANNAVÖLLUM 14
600 AKUREYRI   |   412 4400   |   N4@N4.IS 

   N4 DAGSKRÁIN

   Skoðaðu nýjustu dagskrána hér.
   Eldri útgáfur