Flýtilyklar
Matur og menning Þýskaland
- Áhorf: 1467 ()
- Dags.: 25.11.2013
- Skrá: http://youtu.be/wlY0VuV0qtY
Einföld brauðuppskrift
- ½ kg hveiti
- 350 ml volgt vatn
- 1 msk ger
- 1 msk hunang
- Skvetta olía
- 1 tsk salt
Hunanagi er bætt útí vatnið og síðan gerinu. Látið leysast upp á meðan hveiti, salt og olía eru sett í skál. Vökvanum bætt útí og hnoðað í góðar 5 mínútur. Deigið á að losna frá skálinni, en stundum þarf að bæta örlitlu hveiti útí.
Sett í form, eða hnoðaðar kúlur t.d. Skerið örlítið í degið og látið hefast í ca. 30 mín. undir stykki. Hafið ofninn við 180°c þegar brauðið fer í ofninn og bakið í ca. 20 mínútur.
Einfalt er að skipta út hluta af hveitinu fyrir t.d. heilhveiti, spelt og eða bæta við kornblöndu, hnetum eða kryddjurtum.
Í þessum þætti smurðum við örlítilli ólífuolíu ofaná brauðið og rifum parmesan ost áður en bakað var.
Eplatertan hennar Nicole
Deigið:
- 150gr smjör
- 150gr sykur
- 2 ts vanillusykur
- 1 egg
- 300gr hveiti
- 1ts lyftiduft
Blandað saman og kælt í 45mín, sett í 28cm smurt smelluform, vel í botnin og uppá hliðar.
Fylling:
- 1,5 kg skræld (Jona Gold) epli, skorin í ca. 1 cm. skífur og sett í formið.
- 0,75l hvítvín (má ekki vera of þurrt) eða eplasafi með smá sítrónusafa
- 250gr sykur
- 4tsk vanillusykur
- 1 pakki vanillubúðingsduft (Dr. Oetker fyrir 1 ltr.)
Vökvi og vanillusykur sett í pott og soðið uppá. Sykri bætt í (smakka til með sykrinum, epli, vín og safi geta verið breytileg) ásamt búðingsduftinu. Svo öllu hellt yfir eplin.
Bakað í 1,5 tíma við 140°c og láta kólna í ofninum yfir nótt með smá rifu á ofninum.
Fjarlægt úr forminu og ½ ltr. þeyttur rjómi settur yfir. Gott er að strá swiss miss, kakó eða kanil yfir rjómann eftir smekk.