Uppskriftir

Uppskriftirnar er einnig að fynna neðan við hvern þátt í Vef-sjónvarpinu,

 Reyktur þorskur og Hveravallargrænmeti að hætti Sölku Húsavík

Kartöflumús að hætti ömmu. Ef mömmumús er betri þá gerið hana frekar!

Karamellurófumús

Sjóðið rófur þar til þær maukast. Leggið ca. 1 cm. þykkt lag sykur í pönnu og látið karmeleserast rólega og gullinbrúnum lit er náð. Takið karamelluna af hitanum og bætið rófumúsinni/maukinu varlega útá. Blandið vel saman og bætið við örlitlu vatni ef of þykkt.

Reyktur þorskhnakki og tómatar frá Hveravöllum

Léttsaltið þorskhnakkann daginn áður en á að reykja hann. Leggið birkisag/-spæni ásamt uppáhalds kryddjurtunum í stálbakka eða pönnu. Leggið grind ofan á, þerrið þorskinn vel og leggið á grindina ásamt tómathelmingum. Leggið lok eða álpapír yfir og kveikið undir. Látið reykjast í ca. 10-15 mín eftir að reykur byrjar að myndast.

Agúrku- og fennikkusalat

Kjarnhreinsið agúrkuna og skerið í þunnar skífur ásamt fennikkunni. Leggið í skál, kryddið með salti, pipar, örlitlum sykri eða hunangi, saxaðri steinselju, nokkrum sítrónudropum og góðri salatolíu. Blandið vel saman og látið standa í ca. 10 mín. áður en borið er fram.

Bacon- og lauksósa

Handfylli baconbitar stökksteiktir á pönnu, handfylli laukhringjum bætt útá og þeir látnir svitna vel. Ca. 1/2 dl. eplaediki bætt útá og látið sjóða vel niður. Að lokum er ca. 1/2 dl. rjóma hellt útá og látið sjóða vel niður. Smakkað til með salti og pipar og kannski smjörklípu, ef það er sunnudagur.

Góða skemmtun og verði ykkur að góðu!

Bearnaise

3 stk. Eggjarauður

500 gr. smjör

1 dl. Rjómi

2 msk. Estragon

1 msk. Bearnaise-essens

1 msk. grænmetiskraftur

1 msk. Ljós sósujafnari

2 msk. Sweet chili sósa

Bræðið smjörið varlega og hitið rjómann varlega. Blandið saman öllu við rjómann, nema sósujafnaranum og smjörinu sem fer varlega saman við síðast. Stillið af þykktina með örlitlum rjóma eða volgu vatni, pískið saman á volgri hellu og passið að hita sósuna ekki of mikið. Að lokum setjið sósujafnarann saman við og hitið upp rólega ef þess þarf síðar.

 

Kjötsúpan

500 gr. lambaframpartur í bitum

100 gr. blaðlaukur

100 gr. gulrætur

100 gr. hvítkál

100 gr. rófur

100 gr. laukur

3 msk. hýðishrísgrjón

2 msk. súpujurtir

2 msk. Lambakraftur

Kjötið er skolað vel og sett í pott með köldu vatni og suðan fengin upp rólega og soðið fleytt nokkrum sinnum til að fjarlægja fitu og óhreinindi sem fljóta ofaná. Sjóðið saman í ca. 30 mín og blandið þá saman við grænmeti og kryddum. Sjóðið saman í ca. 30 mín í viðbót og smakkið til með kjötkrafti og jafnvel smá hunangi.


10. þáttur, Ítalía

Ítalskar fiskibollur, ca. 5 bollur

300 gr.       Roðlaus og beinlaus fiskur, helst ófrosinn

2 msk.       Brauðraspur

1 stk.          Egg

2 msk.       Kapers

Hnífsoddur karrý

Salt og pipar

Öllu blandað saman í matvinnsluvél, setjið smá olíu í skál og dýfið skeiðinni í áður en bollurnar eru mótaðar á pönnuna.

 

9. þáttur, Bandaríkin

BBQ sósan hans Halla

100 gr.       Púðursykur

30 gr.         Sætt sinnep

30 gr.         Tómatpúrra

Dass edik

Dass teriyaki

Salt og pipar

Öllu blandað saman og sykurinn látinn mýkjast. Gott er að smakka til með reyksalti eða öðru bragðsalti

 

8. þáttur, Danmörk

Remólaði

100 gr.       Sultaður laukur

50 gr.         Rifnar gulrætur

100 gr.       Súrar gúrkur

20 gr.         Kapers

50 gr.         Sætt sinnep

1 tsk.          Karrý

100 gr.       Majónes

Salt og pipar

Hunang

Sítrónusafi

Öllu blandað saman í matvinnsluvél og smakkað til með salti, pipar, hunangi og sítrónusafa

 

Tempuradeig

125 g hveiti 
1/2 tsk. lyftiduft 
50 ml sódavatn 
Salt

Setjið hveiti og lyftiduft í skál. Pískið sódavatnið saman við. 

 

Brauðraspur

Allir brauðendar hússins þurrkaðir í ofni við 120°c í ca. 15 mínútur settir  í matvinnsluvél.

 

7. Þáttur, Þýskaland

Einföld brauðuppskrift

½ kg hveiti

350 ml volgt vatn

1 msk ger

1 msk hunang

Skvetta olía

1 tsk salt

Hunanagi er bætt útí vatnið og síðan gerinu. Látið leysast upp á meðan hveiti, salt og olía eru sett í skál. Vökvanum bætt útí og hnoðað í góðar 5 mínútur. Deigið á að losna frá skálinni, en stundum þarf að bæta örlitlu hveiti útí.

Sett í form, eða hnoðaðar kúlur t.d. Skerið örlítið í degið og látið hefast í ca. 30 mín. undir stykki. Hafið ofninn við 180°c þegar brauðið fer í ofninn og bakið í ca. 20 mínútur.

Einfalt er að skipta út hluta af hveitinu fyrir t.d. heilhveiti, spelt og eða bæta við kornblöndu, hnetum eða kryddjurtum.

Í þessum þætti smurðum við örlítilli ólífuolíu ofaná brauðið og rifum parmesan ost áður en bakað var.

 

Eplatertan hennar Nicole

Deigið:

150gr smjör

150gr sykur

2 ts vanillusykur

1 egg

300gr hveiti

1ts lyftiduft

Blandað saman og kælt í 45mín, sett í 28cm smurt smelluform, vel í botnin og uppá hliðar.

Fylling:

1,5 kg skræld (Jona Gold) epli, skorin í ca. 1 cm. skífur og sett í formið.

0,75l hvítvín (má ekki vera of þurrt) eða eplasafi með smá sítrónusafa

250gr sykur

4tsk vanillusykur

1 pakki vanillubúðingsduft (Dr. Oetker fyrir 1 ltr.)

Vökvi og vanillusykur sett í pott og soðið uppá. Sykri bætt í (smakka  til með sykrinum, epli, vín og safi geta verið breytileg) ásamt búðingsduftinu. Svo öllu hellt yfir eplin.

Bakað í 1,5 tíma og láta kólna í ofninum yfir nótt með smá rifu á ofninum.

Fjarlægt úr forminu og ½ ltr. þeyttur rjómi settur yfir. Gott er að strá swiss miss, kakó eða kanil yfir rjómann eftir smekk.

 

6. þáttur. Ísland – Dalvík

Langeldað lambalæri ( hér er auðvitað hægt að skipt læri út fyrir frampart eða jafnvel skanka)

1 lambalæri

½ ltr lambasoð

2 heil hvítlauksrif

1/3 grasker, gróft skorið

3 gulrætur, grófskornar

½ sæt kartafla, grófskorin

Handfylli kartöflur í tvennt

Handfylli konfekttómatar

 5 stk hvít piparkorn

Hnífsoddur timian/blóðberg, og önnur krydd eftir smekk

Allt eldað við 100°c í ca. 3 klt. Hellið soðinu af og smakkið til, þykkið og berið fram.

 

Fiskrétturinn hans Júlla

Nætursaltaður þorskur, skorinn í skammta, smurður smjöri og eldaður við 180°c í ca. 5 mínútur. Safinn og smjörbráðin notuð til að hella yfir diskinn við framreiðslu

Rauðrófu-og kartöfluteningar ristaðir á pönnu

Rófur og fennikka soðin saman og maukuð, smökkuð til með salti, pipar, vorlauk og steinselju

Klettasalat með balsamicdressingu og jómfrúarólífuolíu

 

 5. þáttur. Miðausturlönd

Hummus

200 gr. Soðnar kjúklingabaunir (ef þurrkaðar, þá leggja í bleyti degi áður og sjóða)

3 msk. Ólífulía

½  sítróna - safi + skall, ekki kjötið sjálft.

1 stk. hvítlauksrif

5 msk. Sesammauk (Tahini)

Blandið öllu saman í matvinnsluvél. Smakkað  til með salti og pipar, einnig getur verið gott að setja 2-3 msk. sýrðan rjóma

 

Hlýrinn hans Halla

Hlýraflak skorið í skammta

Hummus smurt á bitana, þunnum sítrónusneiðum raðað ofan  og hökkuðum blaðlauk

Smakkað til salti og pipar

Bakað í ofni við 150°c í ca. 7-10 mínútur.

Frábært að bera fram blandað íslenskt salat með þessu, kús kús og nýbakað brauð (uppskrift úr 7. Þætti), naan eða nýtt pítubrauð.

Eggaldinbollurnar hans Júlla

200 gr. léttsaltað eggaldinn, búið að hanga í sigti og vökvi runninn

100 gr. Svitaður saxaður laukur

100 gr. Hveiti, bætið meiru seinast ef deigið er mjög blautt

1 stk. egg

1 tsk. korianderduft

50 gr. Fetaostur

Handfylli saxað dill

Handfylli söxuð steinselja

20 gr. Furuhnetur

Öllu blandað saman á pönnunni og svo steikt í bollum

 

4. þáttur. Spánn

Saltfiskurinn hans Toni. Saltfiskur fátækra mannsins. Fyrir ca. 2.

300 gr. Saltfiskstrimlar

2 stk. Paprika, skorin í strimla

1 stk. Blaðlaukur, skorin í bita

5 soðnar kartöflur, skornar í tvennt

1 stk. saxaður hvítlauksgeiri

1 stk. Appelsína, kjötið skorið í bita og sett útá síðast

Allt ristað á pönnu

Handfylli söxuð steinselja

Smakkað til með pipar og ólífuolíu, borið fram með nýbökuðu brauði

 

Kjötbollurnar hans Júlla

300 gr. Ungnautahakk

50 gr. Brauðraspur

Handfylli söxuð steinselja

1 stk. Saxaður laukur

1 stk. egg

50 gr. Cheddar ostur

Smakkað til með salti og pipar

Öllu blandaði saman og mótað í bollu, kælt í 30 mínútur og svo steikt á pönnu. Tilvalið er að hella góðri tómat- og kryddsósu útá  og látið sjóða örlítið. Berið fram með kartöflum og ferskum basil.

 

3. þáttur. Indland

 Tandori þorskur að hætti Murthy

400 gr. Þorskur

1 tsk. Engiferduft

1 tsk. Hvítlaukusmauk

½ tsk Korianderduft

½  Kúmenduft

½ tsk. Túrmerikduft

1 tsk. paprikuduft

1 stk. Anísstjarna, brotin í lauf

1 dl. Ab mjólk

Ofnsteikt við 200°c í ca. 5 mínútur, borið fram með hrísgrjónum, naanbrauði og jógúrtdressingu.

 

Madras kjúklingurinn hans Júlla

400 gr. Kjúklingabitar

1 stk. saxaður laukur

2 tsk. Cumminduft

1 tsk. Chiliduft

1 tsk. Korianderduft

1 tsk. Túrmerikduft

Salt og pipar

Laukurinn er svitaður á pönnu, kjúklingi bætt við og síðan rest. Þetta er látið malla í smástund.

100 gr. Tómatbitar

1 msk. Gara mazala

Og örlitlu vatni er síðan bætt við og þetta látið malla í ca. 20 mínútur

Tilvalið er að bera þetta fram með naanbrauði hrísgrjónum, feskum koriander  og sýrðum rjóma.

 

2. þáttur. Japan

Hrefnusteik með japönsku kartöflusalati og límónaði

400 gr. Hrefna, skori n í ca. 3 cm. þykkar steikur, marinerað yfir nótt í soyasósu

1 msk. piparblanda

2 msk. teriyaki

Grillað vel á sitt hvorri hlið, pennslað með teriyakisósu og látið hvíla í nokkrar mínútur

Kartöflusalat

10 stk soðnar kartöflur, skornar í teninga

1 stk. soðin gulrót

1 stk. paprika, söxuð

1 stk. vorlaukur, saxaður

1 tsk. Graslaukur, saxaður

4 msk. Majónes

Öllu blandað saman og smakkað til með sítrónusafa, salti, pipar og nokkrum dropum af teriyaki.

Límónaði hans Halla

1 ltr. Sódavatn (úr soda stream tækinu)

1 stk. kreist sítróna og skallið

3 msk. Acasíu hunang, má skipta út fyrir Agave sýróp

Djúpsteiktur banani að hætti Júlla

1 stk. Banani

1. dl. Eggjahvíta

1 dl. Hvítur brauðraspur, grófhakkaður

1 grein fersk mynta.

Banana velt uppúr hveiti, síðan eggjahvítu og síðast brauðraspi. Steikt á pönnu í nokkuð mikilli olíu. Þerrið á pappír. Tilvalið að bera fram með ís og eða þeyttum rjóma, berjasósu og ferskri myntu.

 

1.Þáttur. Bretland

Fish and chips að hætti Halla

400 gr. Þorskur

1 stk. egg

½ dl. Bjór

1 dl. Spelt

3 msk. „Sweet chili“ sósa

1 msk. olía

Hnífsoddur salt

3 stk. bökunarkartöflur skornar í báta, bakaðir í ofni með olíu salti og pipar í ca. 20 mínútur.

Kartöflur skornar í báta, velt uppúr  olíu, kryddaðar eftir smekk og bakaðar við 180°c í ca. 20 mínútur

Skerið fiskinn í þumlungsstóra bita, blandið öllu öðru saman í skál, geymið örlítið af spelt hveitinu og veltið fiskbitunum uppúr því og síðan uppúr orlydeiginu, djúpsteikt í potti.

Frábært er að bera þetta fram með góðu ediki og jafnvel chilimajonesi, sem er venjulegt majónes blandað slettu af „Sweet chili“ sósunni.

 

Villisveppa- og eggjabakan hans Júlla

300 gr. Villisveppir, steiktir á pönnu

100 gr. Saxaður skallottulaukur

1 msk. fersk timianlauf

1 msk. smjör

Smakkað til með salti og pipar

Allt steikt á pönnu, sett í 2 eldföst mót, egg sett yfir, dass rjóma ásamt rifnum cheddarost

2 stk. egg

50 gr. Rifinn cheddarostur

1 dl. Rjómi

Bakað við í 190°c ca. 10 mínútur

Frábært meðlæti með kjötréttum eða eitt og sér.

Svæði

 

N4

LINDUHÚSINU   |   HVANNAVÖLLUM 14
600 AKUREYRI   |   412 4400   |   N4@N4.IS 

   N4 DAGSKRÁIN

   Skoðaðu nýjustu dagskrána hér.
   Eldri útgáfur