Ađ mála stofuna svarta

Stofan er allt önnur í svörtum lit en ljósum
Stofan er allt önnur í svörtum lit en ljósum

„Áđur var stofan öll máluđ í mjög ljós gráum lit. Hátt til lofts, margir gluggar og ljósar flísar. Ég á síđan mikiđ af hvítum húsgögnum og ţegar ađ ég fór ađ rađa ţeim fannst mér vanta einhverja fyllingu í stofuna. Ég byrjađi á ađ mála einn vegg međ lit sem heitir Black Deco úr Slippfélaginu og eftir ţađ var ekki aftur snúiđ og fleiri veggir fylgdu í kjölfariđ,“ segir Elva Ýr sem ákvađ ađ mála stofuna sína í svörtum lit. 

Viđ kíktum í heimsókn og skođuđum breytinguna. 

Hvert var markmiđiđ?

„Markmiđiđ var í raun og fá meiri fyllingu, ramma hlutina betur inn og gera stofuna meira í okkar anda. Ţađ er magnađ ađ sjá hvađ rými getur fengiđ mikla andlistlyftingu međ smá lit. Svo finnst mér allir hlutir og húsgögn njóta sín mikiđ betur í dag en ţeir gerđu áđur.“

Hvađ ber helst ađ hafa í huga ţegar ađ málađ er međ svörtum? 

„Ađ mínu mati ţarf ađ hafa í huga ţegar málađ er međ dökkum lit, hvernig skil milli veggja eru. Ađ Línan sé skörp og falleg, ef ţú ert međ annan lit á móti. Mér finnst svartur mattur litur ótrúlega flottur. Ég er sjálf mjög svart/hvít/grá týpa. Ţađ er bara svo gaman ađ skreyta í kringum dökka liti.“ 

Fyrir hvađ stendur stofan í ţínum huga?

„Mér finnst ótrúlega gott ađ setjast inn í stofuna međ góđan kaffibolla og sitja ţar í rólegheitum. Viđ fáum mikiđ af gestum í heimsókn og ţá tökum viđ á móti ţeim í stofunni. Í mínum huga er ţví stofan mikilvćgur partur af húsinu ţar sem hćgt ađ er eiga góđar stundir međ fjölskyldu og vinum.“

Elva segist sjálf mjög sátt međ útkomuna og viđ tökum í sama streng. Ađ mála stofuna svarta var djörf ákvörđun sem margborgađi sig. Stofan virkar alls ekki dimm og ţung, ţvert á móti. Hér virkar svarti liturinn eins og góđur myndarammi sem nćr öllu ţví besta útúr myndinni sem hann rammar inn. 

 

Fyrir breytingar:

Eftir breytingar:

 


Svćđi

 

N4

LINDUHÚSINU   |   HVANNAVÖLLUM 14
600 AKUREYRI   |   412 4400   |   N4@N4.IS 

   N4 DAGSKRÁIN

   Skođađu nýjustu dagskrána hér.
   Eldri útgáfur