Ađventan er vertíđ

Mynd: Ţórarinn Örn Egilsson
Mynd: Ţórarinn Örn Egilsson

Tónlistarmađurinn Friđrik Ómar Hjörleifsson er ađ eigin sögn landsbyggđatútta og mikiđ jólabarn. Hann segir gleđi og góđar tilfinningar fylgja minningum um ćskujólin og ţótt nóg sé ađ gera á ađventunni, vertíđ tónlistarmanna, leggur hann áherslu á ađ njóta.

„Ég er mikiđ jólabarn og hef alltaf veriđ. Ég á rosalega margar góđar minningar og ţađ er mikil vellíđan sem tengist ađventunni og jólunum. Ég hef alltaf tekiđ virkan ţátt í undirbúningi jólanna, ég hef til dćmis búiđ til jólakort frá grunni og svo gef ég alltaf mjög margar jólagjafir. Ég er svolítiđ eins og lítiđ barn á jólunum, ég fć örugglega 30 jólagjafir,“ segir Friđrik Ómar og hlćr. „Mér finnst jólaundirbúningurinn bćđi skemmtilegur og gefandi. Ég nálgast ţetta allt saman međ húmorinn í huga og finnst mjög skemmtilegt ţegar fólk fer ađ hlćja ţegar ţađ opnar jólapakka.“

Góđar minningar frá Dalvík

„Heima um jólin“ er setning sem margir tengja viđ Friđrik Ómar, bćđi er ţađ heiti jólalags sem hann samdi og jólatónleikar hans hafa einnig veriđ haldnir undir sama nafni síđustu ár. En hvernig voru jólin heima ţegar hann var barn? „Ég var 7 ára gamall ţegar viđ fjölskyldan fluttum frá Akureyri til Dalvíkur og man ţess vegna hvađ mest eftir jólunum á Dalvík. Sérstaklega er einn siđur minnisstćđur, ţegar mađur ber út pakkana og kortin á ađfangadag í jólasveinabúningi. Ţetta er áratuga gamall siđur og miđstig grunnskólans er alltaf ráđiđ í ţetta verkefni. Ţetta er ofsalega skemmtileg minning, ađ vakna eldsnemma á ađfangadag, fara í skólann og láta ţar breyta sér í jólasvein. Svo gengur mađur um allan bćinn og dreifir pökkum og kortum. Ţetta verđur til ţess ađ mađur hittir svo marga á ţessum góđa degi. Ţađ er alltaf eitthvađ sérstakt í loftinu á ađfangadag, í minningunni er alltaf kalt og stillt, ţó ţađ hafi örugglega ekki alltaf veriđ svoleiđis, og allt ađeins fallegra en vanalega.“

Friđrik Ómar hefur á síđustu árum veriđ međ annan fótinn á Akureyri og hinn á höfuđborgarsvćđinu. Ţegar spurt er hvar hann haldi jólin er hann fljótur ađ svara. „Ég held jólin alltaf fyrir norđan, eftir ađ ég eignađist gamalt hús á Oddeyri á Akureyri get ég ekki hugsađ mér annađ. Mér finnst bara vera svo mikil jólastemming í húsinu og svo er Akureyri svo fallegur bćr, sérstaklega á ţessum tíma.“ Hann heldur í ýmsar hefđir frá ćskuárunum á Dalvík, ţótt hann sé hćttur ađ klćđa sig upp sem jólasvein á ađfangadag. „Ég hef ýmsar venjur sem ég vil alls ekki sleppa – fyrr myndi ég sleppa jólamatnum! Ég keyri til dćmis alltaf ákveđinn hring um Dalvík og sveitirnar ţar í kring og banka upp á á svona 12-15 heimilum. Ég stoppa stutt á hverjum stađ, fć mér kannski eina smáköku eđa svo en ţetta er alveg ótrúlega skemmtilegt og gefandi.“

Ađventan er vertíđ

Fyrir jólin ţetta áriđ hefur Friđrik Ómar haft nóg ađ gera viđ tónleikahald og sungiđ á 12 tónleikum. Heima um jólin voru haldnir sex sinnum í Salnum í Kópavogi og fjórum sinnum í Hofi á Akureyri. „Svo héldum viđ Guđrún Gunnarsdóttir tvenna tónleika í Eldborg í Hörpu ţar sem viđ sungum lög Ellýar og Villa. Ađventan er vertíđ okkar tónlistarmannanna. Fyrir ţví er einföld ástćđa, ţađ fara ofsalega margir á tónleika í desember. Margir hafa spurt hvort ţađ sé ţörf á öllum ţessum jólatónleikum en stađreyndin er sú ađ eftirspurnin er rosalega mikil. Margir fara á fleiri en eina jólatónleika og viđ erum í rauninni bara ađ mćta eftirspurn,“ segir Friđrik Ómar.

Árlega birtast tölur um tekjur af miđasölu einstaka tónleika og ljóst er ađ um miklar upphćđir er ađ rćđa. Friđrik Ómar segir ţessa miklu eftirspurn eftir jólatónleikum mikilvćga fyrir tónlistarmenn. „Fyrst og fremst finnst mér mikilvćgt ađ í hvert skipti sem ég hitti áhorfendur er ég ađ byggja upp einhvers konar samband okkar á milli. Ţađ er ţađ sem mér finnst mikilvćgast fyrir mitt starf, sérstaklega ţegar litiđ er til framtíđar. Fjárhagslega eru jólatónleikarnir líka mikilvćgir, sérstaklega ef allir tónleikar ganga vel. Ţetta er vissulega vertíđ og tónlistarmenn vinna gríđarlega mikiđ fyrir jólin.

Mikilvćgt ađ slaka á

Undirbúningur jólatónleika stendur oft yfir í langan tíma og teygir sig jafnvel yfir stóran hluta ársins. Ţýđir ţađ ađ mađur fái alveg nóg af slíkum viđburđum eđa fer Friđrik Ómar sjálfur á jólatónleika? „Ég fer á ţrenna tónleika fyrir ţessi jólin. Ţađ er mikilvćgt bćđi til ađ fá hugmyndir og innblástur sem listamađur og einnig til ađ fá stund til ađ slaka á.“ Hann viđurkennir ađ oft geti veriđ erfitt ađ leggja vinnuna alfariđ til hliđar og njóta tónleikanna. „Ég vćri ađ ljúga ef ég segđist ná ađ njóta allra tónleika til fulls sem áhorfandi en ekki tónleikahaldari. Yfirleitt byrja tónleikarnir ţannig ađ hausinn á mér er á fullum snúningi en svo hrífst ég auđvitađ međ eins og hver annar áhorfandi.“

Friđrik Ómar segir auđvelt ađ falla í ţá gryfju ađ láta streitu og álag ná tökum á sér í ađdraganda jólanna. „Ađventan hjá mér undanfarin ár hefur veriđ tími margra verkefna og oft hefur veriđ erfitt ađ ná hvíld. Ţess vegna fer mađur á tónleika eđa eitthvađ slíkt til ađ kúpla sig út. Ţetta er allt ađ koma međ aldrinum, ađ lćra ađ slaka á og muna ađ jólin koma hvort sem mađur nćr ađ gera allt eđa ekki. Svo er ég alltaf ađ átta mig betur og betur á ţví ađ mikilvćgast af öllu er ađ passa upp á heilsuna. Margir taka henni sem sjálfsögđum hlut en án hennar gerir mađur lítiđ, ein flensa getur sett öll plön í uppnám.“

Listamađur og framkvćmdastjóri

Tónlist hefur alltaf veriđ ástríđa Friđriks Ómars og hann hóf ungur störf sem tónlistarkennari á Dalvík. Hann segir frćgđ aldrei hafa veriđ takmarkiđ en óhjákvćmilega verđa ţeir sem starfa sem söngvarar nokkuđ ţekktir einstaklingar. „Ţađ var aldrei draumur hjá mér ađ verđa frćgur, ég man ţađ vel. Mig langađi ađ syngja en tengdi ţađ ekki viđ ţađ ađ verđa ţekktur einstaklingur. Og enn í dag er ţađ alltaf drifkrafturinn, ađ standa á sviđi og syngja međ góđri hljómsveit finnst mér einfaldlega besta tilfinning í heimi.“ Friđrik Ómar starfar ţó ekki einungis sem söngvari heldur stýrir hann fyrirtćkinu Rigg viđburđum. Rigg sérhćfir sig í skipulagningu stćrri viđburđa og međal verkefna síđustu ára má nefna Stórtónleika Fiskidagsins mikla á Dalvík, heiđurstónleika Freddie Mercury, bestu lögVilhjálms Vilhjálmssonar, Tina – drottning rokksins, Friđrik Dór í Eldborg og svo mćtti lengi telja. Friđrik Ómar segir ţađ hafa tekiđ tíma ađ finna jafnvćgi á milli ţess ađ vera listamađur og ađ reka fyrirtćki. „Ţađ var svolítiđ erfitt til ađ byrja međ. Ţađ eru svona ţrjú til fjögur ár síđan ég fór ađ framleiđa verkefni sem ég var ekki sjálfur ađ syngja í. Ţađ var mjög skemmtilegt ađ vera kominn međ fyrirtćkiđ á ţann stađ. Ţá gat ég ráđiđ ađra söngvara til ađ vera andlit viđburđa en samt látiđ dćmiđ ganga upp. Viđ höfum haldiđ marga heiđurstónleika en svo höfum viđ líka veriđ ađ vinna međ listamönnum sem eru á góđum stađ á sínum ferli í dag. Til dćmis héldum viđ stóra tónleika međ Friđriki Dór og fleiri svipađar sýningar eru í undirbúningi fyrir áriđ 2018.“

Landsbyggđatútta

Mynd: Ţórarinn Örn EgilssonRigg viđburđir halda flestar sýningar sínar á höfuđborgarsvćđinu en halda ţó reglulega tónleika annars stađar. Til dćmis hafa margar sýningar veriđ haldnar í Hofi á Akureyri, ađ Stórtónleikunum á Dalvík ógleymdum. Friđrik Ómar segir margt ólíkt viđ ađ halda stórar sýningar á höfuđborgarsvćđinu eđa á landsbyggđunum. „Ţađ borgar sig til dćmis aldrei fyrir mig ađ koma til Akureyrar og halda bara eina sýningu, ţetta er of dýrt til ţess. Ef mađur vćri alltaf viss um ađ geta haldiđ tvćr eđa ţrjár sýningar vćri auđveldara ađ koma norđur. Frambođiđ á tónleikum hefur aukist mikiđ og ţess vegna gerist ţađ sjaldnar ađ sömu tónleikarnir séu haldnir oftar en einu sinni. Á móti kemur ađ ţađ er auđveldara ađ ná til fólks á minni stöđum og koma viđburđum á framfćri.“

Friđrik Ómar segir ţađ mikilvćgt ađ frambođ af hvers kyns menningarviđburđum sé gott víđa um landiđ. „Ţađ er stórkostleg tilfinning ađ vera á góđum tónleikum, jafnvel frelsandi. Ţađ er tvímćlalaust hvetjandi fyrir ţá sem búa út á landi og eru í tónlist ađ komast á fjölbreytta tónleika í sinni heimabyggđ. Ég reyni alltaf ađ koma norđur međ allar sýningar, tengingin viđ landsbyggđirnar skiptir mig sjálfan svo miklu máli. Ég er algjör landsbyggđatútta,“ segir hann og hlćr. „Ţađ eru fleiri farnir ađ fara um landiđ, sem er gott. Ţetta er svo ótrúlega skemmtilegt og ţađ er alltaf ađ fréttast út innan bransans. Ţađ er líka mikilvćgt fyrir okkur listamennina ađ koma fram á landsbyggđunum. Ţađ er önnur stemning, annar taktur. Svo er alltaf einhver sérstök tilfinning sem fylgir ţví ađ ferđast um landiđ og syngja.“

Ćtlar ađ semja meira

Friđrik Ómar hefur samiđ ţónokkur lög en ţó hafa fá ţeirra náđ eyrum áheyrenda. Hann segist stundum hafa velt ţví fyrir sér ađ einbeita sér meira ađ lagasmíđum en ýmislegt hafi stađiđ í vegi fyrir ţví. „Ţađ er auđvitađ ađ hluta til tímaleysi en svo er ţađ líka ákveđin hrćđsla. Ţegar mađur gefur út eigin lög er mađur ađ hleypa fólki mjög nálćgt sér, ţađ verđur svo persónulegt. Ég hef ćtlađ mér síđan ég var innan viđ tvítugt ađ spila á píanó og syngja lögin mín. En allt hefur sinn tíma og ég er frekar svona seinţroska ţegar kemur ađ ţessu,“ segir hann og hlćr. „En ég hef samiđ nokkuđ mörg lög, sum ţeirra eru arfaslök en önnur alveg ágćt, svona eins og gengur og gerist.“ Hann segir vinnuađstöđuna skipta miklu máli en hún er nú orđin međ besta móti heima hjá honum. Ţađ má ţví jafnvel búast viđ nýrri tónlist á nćstu misserum. „Ţegar ég var yngri gat ég aldrei unniđ nema vinnuađstađan vćri alveg 100% og ţađ hefur kannski enn í dag áhrif á mig. Nú er ég kominn međ flygil í húsiđ mitt hér á Akureyri ţví ég beit ţađ í mig fyrir ţónokkru síđan ađ mig langađi ađ semja ţessa tónlist á flygil. Nú er flygillinn kominn og ég verđ nánast alveg í fríi nćsta vetur vegna ţess ađ ég ćtla ađ fara ađ semja. Nú er ég kannski búinn ađ tala af mér en á nćstunni má ţví búast viđ fleiri frumsömdum lögum,“ segir tónlistarmađurinn Friđrik Ómar Hjörleifsson

Rćtt var viđ Friđrik Ómar í ţćttinum Landsbyggđir:

Myndir: Ţórarinn Örn Egilsson


Svćđi

 

N4

LINDUHÚSINU   |   HVANNAVÖLLUM 14
600 AKUREYRI   |   412 4400   |   N4@N4.IS 

   N4 DAGSKRÁIN

   Skođađu nýjustu dagskrána hér.
   Eldri útgáfur