Dagskrá 17. júní á Akureyri

Fjölbreytt dagskrá verđur á Akureyri 17. júní/ljósm. Ragnar Hólm
Fjölbreytt dagskrá verđur á Akureyri 17. júní/ljósm. Ragnar Hólm

Ţađ verđur blásiđ í lúđra og sungiđ hć hó jibbí jei ţegar ţjóđhátiđardeginum 17. júní verđur fagnađ á  Akureyri međ hefđbundinni dagskrá sem hefst klukkan 13 í Lystigarđinum. Ţar mun Lúđrasveit Akureyrar leika undir stjórn Ellu Völu Ármannsdóttur, séra Guđrún Eggertsdóttur sjúkrahúsprestur flytur hugvekju, Matthías Rögnvaldsson forseti bćjarstjórnar flytur ávarp, Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots og einnig kemur drengjakórinn Appleton frá Winsconsin fram.  Tveir af sigurvegurum úr Stóru upplestrarkeppninni lesa ljóđ eftir Davíđ Stefánsson eitt bćjarskáldanna.

Skrúđganga leggur af stađ úr Lystigarđinum klukkan 13.45 og verđur gengiđ inn á Ráđhústorg ţar sem fjölskyldudagskrá undir stjórn Skátafélagsins Klakks hefst klukkan 14 og mun Leikhópurinn Lotta stjórna dagskránni. Auk fasta liđa s.s. rćđu fjallkonu og nýstúdents koma fram norđlenski tónlistarkonurnar Lára Sóley Jóhannsdóttir, Ţórhildur Örvarsdóttir og Helga Kvam, tvíeikiđ unga Egill og Eik, ţađ verđa dansatriđ frá Steps dancecenter og júróvisjónfararnir Friđrik Ómar og Regína. Einnig verđur hćgt ađ taka ţátt í skátatívolí sem stađsett verđur á Landsbankaplaninu frá kl. 14-17.

Kvölddagskráin hefst kl. 20 međ skátakvöldvöku í Skátagilinu og á sviđi koma fram Sindi Snćr, Eyţór Ingi og Birkir Blćr, Valgerđur Ţorsteinsdóttir, Kristín Tómasdóttir og Sigurđur Sveinn Jónsson, Magni Ásgeirs og Rúnar Eff og hljómsveit slá botninn í dagskrána. Ekki má gleyma nýstúdentum frá Menntaskólanum á Akureyri sem fagna á Ráđhústorgi kl. 23.20

Af annarri dagskrá á 17. júní má nefna bođssiglingu međ Húna kl. 16.30 og verđur siglt frá Torfunefsbryggju. Leikhópurinn Lotta verđur međ sýningar kl. 11 og 17 í Lystigarđinum og verđur Ljóti andarunginn, glćnýtt íslenskt leikrit sýnt. Bílasýning Bílaklúbbs Akureyrar stendur yfir kl. 10-18 í Boganum.


Svćđi

 

N4

LINDUHÚSINU   |   HVANNAVÖLLUM 14
600 AKUREYRI   |   412 4400   |   N4@N4.IS 

   N4 DAGSKRÁIN

   Skođađu nýjustu dagskrána hér.
   Eldri útgáfur