Ertu til í að segja okkur aðeins frá þessu þema sem er á þessu herbergi?
„Þetta herbergi er inn af bílskúrnum og er frekar stórt, eða um 30 fermetrar. Þegar að við keyptum þá var það gult á litinn og notað sem sjónvarpsherbergi. Það var þó lítið notað sem slíkt og því ákváðum við að breyta því í gestaherbergi. Mig langaði til að skapa svona smá „bohemian fíling“ í þessu herbergi. Á gólfinu var fallegt viðarparket sem við ákváðum að halda. Gula litnum vildum við hinsvegar skipta út og máluðum í staðinn í gráum og svörtum sem kemur vel út að okkar mati. Mig langaði að skapa afslappað andrúmsloft, svona herbergi til að „chilla“ í eins og börnin mín segja. Það er síðan í vinnslu að setja trébretti með ljósum í undir rúmdýnuna.“„Þetta herbergi er inn af bílskúrnum og er frekar stórt, eða um 30 fermetrar. Þegar að við keyptum þá var það gult á litinn og notað sem sjónvarpsherbergi. Það var þó lítið notað sem slíkt og því ákváðum við að breyta því í gestaherbergi.
Hvernig valdir þú réttu hlutina inní herbergið?
„Ég er alltaf að færa til að breyta heima hjá mér. Ég notaði mikið af því sem ég átti inn í herbergið en skrapp í Hertex og fann þar ýmislegt fallegt til að skapa rétta andrúmslofið. Til að velja „réttu“ hlutina inn í rými þarf maður að reyna að sjá heildarmyndina fyrir sér. Hvað langar mig að skapa? Ég er með einhverja mynd í hausnum þegar ég er að skreyta, ég sé lokaútkomuna fyrir mér svona nokkurn veginn og þannig veit ég ca. hvaða hlutur myndir passa inn. Ég reyni að finna notagildi í sem flestu t.d. er bekkurinn við endann á rúminu gömul skóhilla, hillann á veggnum er gamall trékassi, blómastandurinn er tromma, Borðið er stafli af ferðatöskum, blómapotturinn er einfaldlega bréfpoki og fataskápurinn er gamall skjalaskápur.“
Svartir veggir og svört rúmföt en samt virkar herbergið ekki dimmt, hver er galdurinn?
„Galdurinn er að blanda saman, skapa kontrast. Skreyta með t.d. viðarhlutum, ljósum púðum og mottum. Góð lýsing er líka nauðsynleg til að herbergið sé ekki drungalegt.“
Hvað hafa gestir sagt sem hafa fengið að gista?
„Gestirnir eru ánægðir með þetta, finnst herbregið bara notalegt. Sumum finnst ég eiga rosalega mikið af dóti og spyrja hvernig ég nenni að þurrka af heima hjá mér. Fyrir mér er það aukaatriði, ég er fyrst og fremst að reyna að skapa heimili sem er notalegt og fjölskyldunni líður vel í.
Instagram: svanasimonardottir