Herđubreiđ ástin í lífi Stórvals

Tinna Stefánsdóttir/mynd N4
Tinna Stefánsdóttir/mynd N4

Í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri eru nú sýnd verk eftir listamanninn Stefán V. Jónsson frá Möđrudal á Fjöllum, sem varđ ţekktur sem listamađurinn Stórval. Sýningin er haldin í tilefni ţess 110 ár eru liđin frá fćđingu hans og er hún jafnframt hluti af Listasumri á Akureyri. Tinna Stefánsdóttir á Akureyri er barnabarn Stórvals og hún bar hitann og ţungann af uppsetningu sýningarinnar. Rćtt var viđ Tinnu í ţćttinum Ađ norđan á N4

Afkastamikill málari

„Ţađ gekk ótrúlega vel ađ safna saman myndum, enda á fjölskyldan ógrynni af myndum eftir hann og allir í fjölskyldunni voru bođnir og búnir til ađ lána myndir á sýninguna. Stórval var mjög afkastamikill málari og var ţekktur fyrir ađ vinna hratt, enda lagđi hann áherslu á ađ mála sem flestar myndir. Ég veit ekki nákvćmlega hversu margar myndir langafi málađi, en ţćr skipta ţúsundum.“

Stefán var ţekktur fyrir barnslegan og naívískan stíl. Uppáhaldsviđfangsefni hans var fjalliđ Herđubreiđ sem sést vel frá Möđrudal á Fjöllum. Stefán var af flestum talinn vera kynlegur kvistur.

Herđubreiđ ástin í lífinu

„Já, hann var sannarlega einstakur listamađur. Sumir vilja meina ađ hann hafi veriđ skrýtinn á margan hátt, en ég kýs ađ segja ađ hann hafi veriđ einstakur og litskrúđugur, sem setti svip sinn á mannlífiđ ţegar hann bjó og starfađi í höfuđborginni. Verkin hans virđast njóta vinsćlda, ţau eru til dćmis eftirsóknarverđ á listmunauppbođum.Líklega má segja ađ ástin í lífininu hans hafi veriđ Herđubreiđ.“

Sterkar minningar

„Ég var sex ára ţegar langafi lést. Ég man til dćmis vel eftir ţví ţegar fjölskylda mín heimsótti hann fyrir sunnan. Heimiliđ var stútfluut af málverkum og í huga mér geymast vel minningarnar og ţćr eru sterkar,“ segir Tinna Stefánsdóttir.

Fimmtudaginn 5.júlí, klukkan 11 verđur sett á laggirnar listasmiđja í Hofi, ţar sem börnum gefst tćkifćri til ţess ađ koma saman og mála sitt eigiđ verk í anda Stórvals undir leiđsögn Höllu Jóhannesdóttur. Listasmiđjan hentar aldurshópnum 5-10 ára en börn á öllum aldri eru ađ sjálfsögđu velkomin í fylgd međ forráđamanni. 

Hćgt er ađ horfa á viđtaliđ viđ Tinnu á heimasíđu N4, n4.is


Svćđi

 

N4

LINDUHÚSINU   |   HVANNAVÖLLUM 14
600 AKUREYRI   |   412 4400   |   N4@N4.IS 

   N4 DAGSKRÁIN

   Skođađu nýjustu dagskrána hér.
   Eldri útgáfur