Jónsmessuhátíđ og setning Listasumars 2018

Jónsmessuhátíđ á Akureyri er 24 tíma hátíđ sem hefst kl. 12 laugardaginn 23. júní og stendur til kl. 12 sunnudaginn 24. júní. Á dagskránni eru 24 viđburđir út um allan bć og fjölbreytnin er í fyrirrúmi.

Listasafniđ á Akureyri býđur öllum frítt inn á sýningarnar „Bleikur og grćnn“ og „Fullveldiđ endurskođađ“ en upptaktur ađ Jónsmessuhátíđ verđur fjölskylduleiđsögn um fyrri sýninguna kl. 11 sem verđur fylgt eftir međ listasmiđju fyrir börnin. Vasaljósaleiđssögn um sömu sýningu verđur síđan kl. 1 um nóttina. Einnig verđur bođiđ upp á leiđsögn um sýninguna „Fullveldiđ endurskođađ“ kl. 15 og ćtti enginn ađ láta fram hjá sér fara ađ forvitnast um ţessi verk sem gefa Akureyrarbć líf og lit í sumar.

Margt verđur í bođi fyrir alla fjöslkylduna. Í Glerárlaug verđur alvöru sumarpartý frá kl 16-18 međ uppblásnum strandleikföngum, grćnum plöntum og DJ. Veđurspáin er góđ ţađ skiptir engu máli ţví tryggt er ađ sumariđ og sólin verđa í Glerárlaug frá kl. 16-18.

Fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar keyrir gamla klassíska rúntinn um Hafnarstrćtiđ kl. 21 til ađ minnast ţess ađ 50 ár eru síđan ađ skipt var yfir í hćgri umferđ á Íslandi. Hluti leiđarinnar verđur ekinn međ gamla laginu, gegnt núverandi akstursstefnu.

Á sunnudagsmorgun verđur bođiđ upp á brauđ til ađ gefa öndunum á Andapollinum morgunmat og eftir ţađ verđur sögustund í bođi Amtsbókasafnsins í Minjasafnsgarđinum frá kl. 9-11. Viđ hvetjum fólk til ţess ađ mćta međ nesti, sperrt eyru og njóta morgunsins saman.

Í Davíđshúsi verđur leiđsögn um leyndardóma hússins kl. 14 ţar sem dregiđ verđur fram ýmislegt sem er ekki bersýnilegt og býđur Iđnađarsafniđ til göngu um Gleráreyrar kl. 15 ţar sem hćgt verđur ađ frćđast um ţann iđnađ sem ţar hefur veriđ í gegnum tíđina.

Í Ketilhúsinu bređa Vandrćđaskáldin á leik kl. 20 á laugardagskvöld og verđa til vandrćđa á Jónsmessunni. Ţađ má búast viđ hnyttnum textum og skemmtilegum sögum međ smá ádeilu í bland, eins og ţeirra er von og vísa. Ţá tekur viđ Draumur á Jónsmessunótt sem svífur yfir og allt um kring í Lystigarđinum. 

Sunnudaginn 24. júní opnar sýning á málverkum Stórvals, Stefáns V. Jónsonar í Menningarhúsinu Hofi. Opnunin fer fram á fćđingardegi listamannsins. Setning Listasumars verđur síđan kl. 15 á sunnudeginum í Hofi en ţar verđa atriđi af Listasumri sýnd og litríkar veitingar í bođi.

Ţetta er ađeins brot af ţví sem hćgt verđur ađ njóta á 24 stunda Jónsmessuhátíđ á Akureyri. Nánari upplýsingar er ađ finna á facebooksíđuJónsmessuhátíđarinnar.

www.jonsmessa.is


Svćđi

 

N4

LINDUHÚSINU   |   HVANNAVÖLLUM 14
600 AKUREYRI   |   412 4400   |   N4@N4.IS 

   N4 DAGSKRÁIN

   Skođađu nýjustu dagskrána hér.
   Eldri útgáfur