Fréttir

Skúli Bragi Geirdal | 13.03.2020

N4 fær nýtt útlit


Fyrir um tveimur árum fórum við á N4 af stað í mikla vinnu við uppfæra og samræma útlit stöðvarinnar út á við. Viðbörgðin við þeirri vinnu fóru langt fram úr okkar væntingum og áhorfið hefur vaxið mikið í kjölfarið bæði í sjónvarpi og á samfélagsmiðlum. Í þessum mikla framkvæmdagír þótti okkur rökrétt að líta einnig inn á við og taka í gegn húsnæðið sem hýsir okkar daglegu starfsemi.

Karl Eskil Pálsson | 01.04.2020

Áhrifin eru viku til 10 dögum á eftir höfuðborgarsvæðinu


“Já, við horfum til þess að áhrif veirunnar séu viku til tíu dögum á eftir höfuðborgarsvæðinu og við miðum okkar viðbúnað við þá sviðsmynd,” sagði Hildigunnur Svavarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar við Sjúkrahúsið á Akureyri í upplýsingaþætti N4 um áhrif Covid-19 veirunnar.

Karl Eskil Pálsson | 12.03.2020

Jákvæðni er besta ráðið


Fjölmiðlamaðurinn og uppistandarinn Sóli Hólm greindist með Hodgkins eitilfrumukrabbamein fyrir tveimur árum síðan. Hann sagði Skúla Geirdal sína sögu í þættinum Karlar og krabbamein á N4 en Sóli hefur talað mjög opinskátt um sína reynslu og gert grín að sjálfum sér.

Karl Eskil Pálsson | 02.04.2020

Aðeins tuttugu mega vera við útfarir


“Já, eðlilega við fylgjum reglum um samkomubannið eins og vonandi allir aðrir. Í hverri útför mega að hámarki vera tuttugu, auk þess sem samskipti starfsfólks útfaraþjónustunnar við aðstandendur hefur tekið miklum breytingum. Núna eru samskiptinn að mestu rafræn,” segir Smári Sigurðsson framkvæmdastjóri Kirkjugarða Akureyrar.

Rakel Hinriksdóttir | 15.03.2020

"Áhugaleikmennska á Íslandi er náttúrulega galin"


Fyrsti þátturinn af Bakvið tjöldin, nýjum þáttum á N4 var frumsýndur 10.mars. Í þessum þáttum forvitnumst við um áhugaleikfélög og kynnumst fólkinu sem leggur nótt við dag til þess að færa sveitungum sínum metnaðarfull leikverk á hverju ári. Leikfélag Húsavíkur fagnar 120 ára afmæli í ár, og því borðleggjandi að hefja seríuna á heimsókn til Húsavíkur.


Þættir

Persónuvernd - Helga ÞórisdóttirThumbnail not found
Jóna Árný ÞórðardóttirThumbnail not found
Unnur Valborg HilmarsdóttirThumbnail not found
Ásdís Hlökk TheodórsdóttirThumbnail not found
Sindri SigurgeirssonThumbnail not found